Drykkjuvísur (Flöskukveðjur)

Drykkjuvísur” eftir Eggert Ólafsson (1726-1768), eða “Flöskukveðjur” eins og yfiskriftin var, með undirtitilinn “Mjúk og skemmtileg satýra, sýnandi inngáng, framgáng og útgáng drykkjuskaparins.” Erindin eru alls 28 en oftast eru bara sungin 2 eða 3 erindi og þá byrjað á erindi númer 2 sem byrjar svona “Ó, mín flaskan fríða” þessi lína er jafnframt oftast notuð sem titill lagsins.

1.
Enn skal enni hlúna
ertu komin núna?
Flaska! Fleyti-búna
full upp undir tappa.
Til þín vil ég vappa,
:;skrúfa af, af, af.:;
Skrúfa af fyrir utan vaf,
Æ, ég verð að klappa.

2.
Ó,mín flaskan fríða!
flest ég vildi líða,
frostið, fár og kvíða,
fyrr en þig að missa;
mun ég mega kyssa
:;munninn þinn, þinn, þinn:;
munninn þinn svo mjúkan finn,
meir enn verð ég hissa.

3.
Fríðast flösku hjarta,
flaskan mín hin svarta!
hvort mun hrundin skarta
hvít og nett í orði
betur en þú á borði?
:;þín brjósta-mjólk, mjólk, mjólk:;
þín brjóstamjólkin fyllir fólk,
sem fýrugt drekka þorði.

4.
Æ! Ég allur loga
af þeim mjólkurboga;
þig skal tutla og toga
trútt með vara-kampi,
mitt yndi, ljós og lampi!
:; ég angur bíð, bíð, bíð:;
ég angur bíð, nema alla tíð,
ár og síð þér hampi.

5.
Af því öllum mönnum
auka gjörir hrönnum.
Þorið ótt í önnum,
afl og vit úr máta.
Því mun þegninn játa
:;ör með smakk, smakk, smakk:;.
Ör með smakk sem af þér drakk
og ærið gjörði láta.

6.
Minni mýkir flaska,
munninn lætur vaska,
augnaráði raska,
ramba á báðar síður.
Svo fer ekki síður
:;eins og dans, dans, dans:;.
Eins og dans fer eðli manns
allt í þoku líður.

7.
Unnustu þó eigi
eina sem ég þreyi,
henni ann ég eigi
eins og þér, mín flaska,
þú ert tælin taska!
:;gefur vín, vín, vín:;,
gefur vín að gamni sín
og gleður lyndið kaska.

8.
Vaknar vés og glaumur,
vellur horna straumur
Tæmist tíminn naumur.
Talar flaskan þekka,
meira máttu drekka
:;þar til út, út, út:;.
Þar til út af þessum kút
þornar yndi rekka.

9.
Fáðu fylli staupa,
frá mér skaltu ei hlaupa
elligar aðra kaupa
en þú fastnað hefur.
Hún þér hýru gefur
:;haltu um mig, mig, mig:;
Haltu um mig en helltu í þig
hvað sem þorstinn krefur.

10.
Þú ert þrifleg kona,
því læturðu svona?
Eða viltu vona
mín verði byggð á sandi,
nú er ég nokk í standi
:;fyrir þræl, þræl, þræl:;.
Fyrir þræl ég hopa á hæl
hvörgi í þessu landi.

11.
Og þótt allir saman
að mér kæmuð framan,
ég held yrði gaman
ykkur hrygg að sveigja.
Skrítin bóndabeygja
:;mundi þá, þá, þá:;
Mundi þá fyrir menn að sjá
sem mættu frá því segja.

12.
Augun fljúga og fljóta,
falleg orðin hrjóta
stömuð hátt til hóta.
Höfuðið er í ryki.
Tungan hál með hiki,
tæpir á, á, á:;.
Tæpir á og fer í flá
færist ég með diki.

13.
Mjúkt ég finn til fóta,
föntunum vil ég blóta,
hendur happa njóta.
Þeir hlaupa að augnabliki
og standast ei við stiki
:;alltið má, má, má:;.
Alltið má ég meina þá
ef mæti ég engu sviki.

14.
Mýking liðamóta
mér er helst til bóta,
því skal bramla og brjóta
bölvun þó að jyki.
Bifast borð og kriki.
:;Augun grá, grá, grá.:;
Augun grá í svima sjá,
mér sýnist húsið kviki.

15.
Þá skal fiðlan þjóta
því ég verð að gjóta
augum enn til snóta.
Engum held ég þyki
vert, ég illu viki
:;að þeim há, há, há:;
Að þeim há mun heillin gá.
þó hér ég nösum lyki.

16.
Leirulækja blómi (kona)
ljúf og skær í rómi,
hnoss að hölda dómi
hlaðin sjóar bríma.
Ó að einhvern tíma
:;fengi þekk, þekk, þekk:;.
Fengi þekk á brúðar bekk
böndin tengd að stíma.

17.
Birtings lauga ljómi (maður?)
ljós að allra dómi.
Hvört í tæku tómi
tæki sá því næði
ungan ef honum stæði
:;tilboðin, in, in:;,
tilboðin með karfa kinn
og kristalls augun bæði.

18.
Íslands ítra meyja,
engra stelpu greyja
heldur hefðar freyja
sem hvörgi sómann flekka.
Mun ég minni drekka
:,fái þær, þær, þær:;.
Fái þær æ fjær og nær
frið og heill án ekka.

19.
Samt mín flösku feima
fyrst ei má þér gleyma
Þú ert hjá mér heima
hvar sem ölið stendur.
Nú er ég nokkuð kenndur
:;enn við sál, sál, sál:;.
Enn vill sálin eina skál.
Er ég til þín sendur.

20.
Hvað er helst til frétta?
Hvörju geymir þetta?
Viltu vin þinn pretta?
Veslings arma greyið,
ég get ekki hlegið
:;illa fer, fer, fer.:;
Illa fer að enda þér.
Ofvel hef ég þegið.

21.
Þú mig gæðum gladdir,
góðu víni saddir,
hóf ég hæstu raddir,
hraut mér stöku vísa
pyttluna mína’ að prísa;
:;þú ert tóm, tóm, tóm,:;
þú ert tóm með þurran góm,
þér má ég svona lýsa.

22.
Það er ei þar með búið,
þú hefur öllum snúið
mér, svo rækalls rúið,
rak mitt vit á flótta.
Síðan öðrum ótta
:;Af mér bauð, bauð, bauð.:;
Af mér bauð, ég arma gauð,
öllum sýndi þótta.

23.
Bæði skenti og barði,
blót og klám ei sparði.
Öldin á mig starði,
óðan vera sögðu.
Fæstir þar um þögðu
:;asna par, par, par.:;
Asna par þeir inna var
og ótal slíkt til lögðu.

24.
Hvað er eptir annað?
Öll ég hefi sannað
klækyrðin og kannað,
í karpið harða spýju,
fæ ég fúla klýu
:;eins og svín, svín, svín:;
Eins og svín ég æli og hrín
uppseljandi að nýju.

25.
Illt ég hef í hausi
hællinn ærulausi,
á mig trúi ég ausi
öllum þessum baga.
Mér er illt í maga
:;ekki ét, ét, ét:;
Ekki étið grand ég get.
Glópsku þá ég klaga.

26.
Þú skalt öðrum ekki
optar sýna hrekki,
þitt ég núna þekki
þel og hóru sinni.
Flagð í fögru skinni,
þú dirfðir þig, þig, þig.:;
Þú dirfðir þig að drepa mig
með drykkju illsku þinni.

27.
Svei þér bytta bjóra,
bönnuð dreggjar hóra.
Fáðu fallið stóra
frygðar eiturhola,
þú skalt dauðann þola
:;straffið þá, þá, þá.:;
Straffið þá ég strax legg á
og steyti þig í mola.

28.
Þín er ævi þrotin,
þú ert sundur brotinn.
Makinn labbar lotinn,
landa sína hvetur
og sama dæmi setur
:;breytið eins, eins, eins.:;
Breytið eins en missið meins.
Mun þá fara betur.

 

Share