Þula af Sandi

Út vildi eg róa á Hjallasandi.
Að því spurði hún Finna,
hvað ég kynni að vinna.
Ég kvaðst kunna að moka hús,
vera ekki stærri en mús.
Poki farðu inní eldhús,
láttu gefa þér skyr og graut í bolla.
Poki varð svo feginn þá,
hann skrapp í hurðarskrá,
veit eg engan kvennapoka
betur kunna hús að moka
en Eiríkur gjálfi,
og Sumarliði sjálfi.
Það er ei gott að bítast við
hann Jón á Barkasteini,
honum verður ekkert að meini
milli fjöru og fjalla,
alltjent þegar hann kallar.
Ari sat á Hellu, akaði grísi
þar kom Ormurinn langi
og hratt framgangi,
fram, fram fyrir fjós,
sagði, að dagur væri ljós.
Ljós brennur yfir oss í Hildarsal,
hver er sá á þinginu, sem ráða skal?
Það er hann Sigurður Jónsson
hann kom að velta sér
í krókinn og kringinn
og miðjan meyjarhringinn.
Jón smá smellir á,
hefur skakkan dindil,
flautakopp í hendi,
leggur reipi og reiðing á,
ríður brúnskjóttum klár,
alla sína æfi til fjár.
Honum fylgir Úlafur og Álfur
og Jón Kraki sjálfur.
Förum ofaní fjöruna,
fáum okkur kjarna.
Ekki hefur konan þín
kennt á því arna.
Ekki eru nema átta vættir
undir honum Bjarna.

 

Share