Þula, er af Skógarströnd

Kötturinn minn og kisa
hvar varstu í vetur?
Jeg var úti á Helgafelli.
Hvað fékkstu í kaupið?
Þrjár stikur vaðmáls.
Hvað gjörðirðu þér úr því?
Jeg gerði manni mínum
stokk og stutthempu
og stangaða brók,
mér pils og hempu,
og samt gekk af alin,
og hana fékk smalinn,
datt hann ofan í dalinn,
og þá varð hann galinn,
aumingja smalinn.

 

Share