Þula úr Dritvík, um uppnefningar

Ræ ég við róður minn,
réttnefur, sléttnefur,
fallist þér á bak betur,
bjúgnefur, strjúgnefur,
heill og sæll minn hornnefur,
hvað segir spýtnefur,
ekki skyldi trjenefur arka með eitt nef,
með mjótt missýningarnef,
enn man eg gullnef,
betra væri brýnnef bera heldur járnnef.
Frostið er í fjöllunum,
margt er hey á stöllunum,
píkur sitja á pöllunum,
prýddar linna mjöllunum,
skarkali með sköllunum,
skemtir bauga þöllunum,
virðar glíma á völlunum,
ver sig margur föllunum,
drengir éta úr döllunum,
dautt er flest af tröllunum.
Hjer brokkar faðir þinn,
ekki skal hann hjer brokka.
Stíga þeir á stokka,
stela þeir ofan bjúgunum,
metast þeir um mörvana,
míga þeir í keppina.
Karl hljóp út frá Lóni,
bar stóran birkilurk á bakinu,
kom heim aptur, kollvotur á, nóni

 

Share