Formanna-Lilia

Formenn á Sandi
í flýtis standi
Brölta frá landi, bölvandi.
Eru þeir þjónar
ei litlir dónar,
firrtir forstandi.
Alls staðar grína
og um loft blína,
upp síðan hrína:
„Það er róandi.”
Þeir hrópa og kalla
á háseta alla,
við þá vel spjalla:
„Flýttu þér, fjandi.”
Eru á nóttum
úti í tóftum, hlustandi,
heyri þeir þjóta
hundana fljóta
upp stökkva og blóta,
olnbogum skjóta,
illu þeir hóta,
öllu um róta,
það er þeirra vandi.
Eru á bökkum
úti með rökkum,
og mjöðmum skökkum,
oft í skinnstökkum.
Höttunum hreykja,
hoppa og leika,
höfðunum feykja
að hinum í landi.

 

Share